Rauntíma Uppoðin eru ekki byrjuð ennþá. 

En fyrirhugað er að almenningur jafnt og fyrirtæki geti skráð vörur á uppboðin sem síðan eru boðin upp á vefnum og á Zoom samtímis. Skemmtileg leið og möguleiki á að gera góð kaup. 

Alla laugardaga í vetur. 

Þú getur skráð notaða hluti jafnt sem nýja á uppboðin. 
Skilyrði er þó að upphafsverð (lágmarksverð) sé mjög lágt. 

Engin takmörk eru sett önnur en þau sem gilda í íslenskum lögum (um eignarétt og þessháttar). 

Þú getur skráð bækur eða bókasöfn, handverk, fótanuddtæki eða annað sem í ljós kemur við tiltekt í kompunni. Þú getur líka selt rest af vörulager verslana eða hvað annað sem einhver hefur áhuga á að eignast fyrir lítinn pening. 

Póstlistinn innheimtir fast gjald fyrir hverja skráða vöru ef söluaðili annast sjálfur innheimtu. 
En við tökum skráningargjald og prósentu ef salan fer fram í gegnum greiðslukerfi síðunnar.