Þú getur selt þínar vörur á upboðinu!

 Þú þarft að senda nákvæma vörulýsingu, svo sem aldur vörunnar ef hún er ekki ný. Ástand staðsetningu og afhendingartíma og þessháttar.

Einnig þarftu að senda nokkrar góðar myndir og eða myndband. Tilgreina þarf lágmarksverð sem varan má selfjast á. Þá þarf upphafsboð einnig að vera ákveðið af seljanda. ATH að gefnu tilefni skal takið fram að ekki þýðir að senda inn vöru nema eigandi sé tilbúinn að hún seljist verulega undir gangverði á almennum markaði. (þó svo að oft seljist vörur á uppboðunum töluvert yfir ásettu upphafsboði.)

Einnig þarf að tilgreina “SÖLUVERД fyrir “BUY NOW” vilji viðskipavinur kaupa hana út úr uppboðinu. Ef varan er seld beint af eiganda tekur hann við greiðslunni án milligöngu Póstlistans.

Í þeim tilfellum þarf að greiða fyrir skráningu vörunnar. Fari greiðslan hinsvegar fram í gegnum sölukerfi Póstlistans greiðir eigandi 15% söluþóknun til Póstlistans.

Verð fyrir skráningu á vöru á uppboðið er: kr. 500- pr/stk Eða 15% ef vsalan fer fram í gegnum greiðslukerfi Póstlistans. (Í þeim tilfellum verður söluverðinu haldið þar til varan hefur sannanlega verið afhent kaupanda.)

fh. Póstlistinn / Borgará slf
Guðmundur Rúnar Svavarsson
Framkvæmdastjóri