Ávinningurinn af því að stofna vefverslun á Markaðstorgi Póstlistans er margvíslegur. Sérstaklega hentugt fyrir einyrkja og lítil fyrirtæki. Þú getur valið um 3 mismunandi áskriftarflokka. Það er Brons sem gerir þér kleift að skrá allt að 20 vörutitlum. Silfur sem opnar leið til að skrá allt að 50 vörutitla og loks Gull sem gefur möguleika á að skrá allt að 200 vörutitla.

Að gera samning við Markaðstorg Póstlistans er bæði ódýrt og einfalt. Þú greiðir mánaðargjald:

  • $ 7.95 fyrir BRONS áskrift
  • $9.95 fyrir SILFUR áskrift og
  • $18.945 fyrir GULL áskrift.

(Ástæðan fyrir því að við notum dollara er að við notum PayPal til að halda kostnaði í lágmarki og PayPal gerir ekki ráð fyrir ísl kr. en uppfyllir öll ströngustu skilyrði um öryggi og meðferð upplýsinga. Auk þess sem hægt er að greiða með hvort heldur sem er ísl. credit eða debit kortum.)

Við bjóðum 7 daga FRÍ skráningu á meðan þú ert að setja inn vörur og átta þig á því hvernig kerfið virkar. Til að auðvelda þér vinnuna höfum við gert leiðbeiningarmyndbönd sem sýna skref fyrir skref hvernig fara á að.

Þín vefverslun er algerlega sjálfstæð í kerfinu. Enginn annar en þú hefur aðgang að þínu stjórnborði. Þú setur þínar eigin myndir, ákveður verð, sendingarkostnað og aðra þjónustuþætti. Þú setur inn þínar bankaupplýsingar þannig að þegar viðskitpavinur kaupir þá fer innleggið (millifærslan) beint inná þinn bankareikning.

Markaðstorg Póstlistans tekur enga þóknun af seldum vörum. Eingungis mánaðarlegt áskriftargjald.

Varan þín er sýnileg og áberandi á aðalsíðu Póstlistans. Þannig að þú nýtur góðs af allri þeirri umferð sem við og aðrir söluaðilar beinum inná síðuna með auglýsingum.

Mikill ávinningur fyrir alla!

SMELLU HÉR til að stofna þína eigin fullkomnu vefverslun!

..